Okkar markmið er að allir aðilar séu ánægðir við verklok

 

Þjónustan 

Tökum að okkur allar lagnir pípulagna í nýjum sem eldri húsum. Þá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða neysluvatn, ofnakerfi eða skólplagnir. Við fylgjumst vel með nýjungum og reynum að finna bestu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni.

Gólfhiti

Leggjum gólfhita í ný og gömul hús. Höfum lagt þúsundir metra af gólfhitalögnum í gegnum tíðina, hvort sem um er að ræða í baðherbergi eða 300fm einbýlishús.
Við leggjum mikla áherslu á það, að þegar búið er að leggja gólfhitann niður að sjálft gólfhitakerfið sé rétt stillt svo hámarksnýtni sé til staðar.
Allt of mikið er um það að gólfhitakerfi séu ekki rétt stillt sem hefur í för með sér lélega nýtni á kerfinu og óþarfa kostnað í för með sér

Skólplagnir

Mikið er af gömlum húsum sem eru að nálgast eða eru löngu komin framhjá endurnýjunartíma á skólplögnum. Nauðsynlegt er að láta athuga lagnirnar ef minnsti grunur leikur á um að þær séu byrjaðar að skemmast. Dæmi eru um að skólplagnir hafi farið í sundur og í mörg ár hafi skólp lekið í húsgrunninn.
Líftími skólplagna er mismunandi, en hann fer eftir lagnaefninu sem notað var og við hvaða aðstæður það er notað (getur farið eftir hverfum).

Ofnalagnir

Á íslandi eru ofnalagnir nánast á hverju einasta heimili. Við höfum verið að taka að okkur ofnaskipti og því sem tengist ofnum, hvort sem lagðar eru nýjar lagnir að þeim eða hreinlega að stilla þá.
Að hafa rétt stillt ofnakerfi getur skipt miklu máli, bæði upp á nýtingu og kostnað. Á haustin þarf fólk oft að fara að huga að sínum hitakerfum þar sem þau hafa staðið óhreyfð yfir sumarið og lokar eru farnir að festast.
Við höfum séð dæmi um það að illa stillt ofnakerfi geta verið að eyða 30% umfram það sem eðlilegt getur talið. Í stórum húsum geta þessi 30% hlaupið á tugum þúsunda í auka kostnað fyrir húsfélög.

Nýlagnir

Tökum að okkur allar lagnir pípulagna í nýjum sem eldri húsum. Þá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða neysluvatn, ofnakerfi eða skólplagnir. Við fylgjumst vel með nýjungum og reynum að finna bestu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni.

Um okkur

 

Aðallagnir er rótgróði fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað á sviði pípulagna síðan 2012. Bæði eigendur og starfsmenn þess hafa áratuga reynslu í pípulögnum og framkvæmdum þeim tengdum. Eigendur Aðallagna er Magnús Björn Bragason pípulagningameistari og Karólína Helga Símonardóttir, framkvæmdastjóri.

Við hjá Aðallögnum leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Okkar markmið er að allir aðilar séu ánægðir við verklok.

Við kappkostum að veita góða og persónulega þjónustu. Við leggjum okkur alla fram við að koma til móts við óskir þínar og láta þínar hugmyndir verða að veruleika. Við viljum ekki vinna eitt verk fyrir þig og heyra svo aldrei í þér aftur. Við viljum að við verklok séu viðskiptavinir okkar svo ánægðir að þeir hringi í okkur aftur og láti orðspor okkar einnig berast út.

Gildi Aðallagna er fagmennska, heiðarleiki og gleði

Fagmennska

Við höfum fagmennsku og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Með því að hafa fagmennsku sem okkar fyrsta gildi að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og samskiptum teljum við okkur geta boðið upp á þjónustu sem skapar jákvæða upplifun og styrkir viðskiptasambandið.

Heiðarleiki

Viðskiptavinir geta treyst því sem sagt er og að við séum áreiðanleg í öllum samskiptum. Ekki síst byggir traust okkar á heiðarleika í viðskiptum þar sem lögð er áhersla á hagsmuni allra aðila.

Gleði

Aðallagnir er fjölskyldufyrirtæki og okkur er annt um að viðhalda heimilislegum brag og umfram allt að það ríki gleði og samheldni í starfsmannahópnum. Það er dýrmætt í samskiptum við hvert annað og smitar út frá sér til viðskiptavina.

Við störfum fyrir alla

Við förum ekki í manngreinarálit vegna kynþáttar, færniröskunar, menningar, trúarbragða, aldurs, kynferðis, kynhneigðar, þjóðfélagsstöðu eða stjórnmálaskoðana viðskiptavina okkar

Verðskrá 

Tímagjald hverja unna stund í dagvinnu er 10.950 kr.
Tímagjald hverja unna stund í kvöldvinnu er 19.350 kr.
Akstur per. ferð er 5.350 kr.
Lágmarksgjald* er 23.350 kr.
Útkall í yfirvinnu* er 60.350 kr.
Útkall í dagvinnu* er 33.950 kr.
Véla- og verkfæragjald** er 7,5% af vinnu
Skoðunargjald*** er 23.350 kr.

* start gjald og innifalið í því eru 2 tímar í vinnu, eftir það er rukkað tímagjald skv. verðskrá.
** Á ekki við steypusagir, brotvélar og önnur slitgjörn verkfæri en fyrir þau er rukkað tímagjald.
*** 50% af skoðunargjaldi fellur niður ef verki er tekið.

Öll verð eru án vsk

Verðin gilda frá 1. janúar 2024

Hafa samband