Ofnalagnir
Á íslandi eru ofnalagnir nánast á hverju einasta heimili. Við höfum verið að taka að okkur ofnaskipti og því sem tengist ofnum, hvort sem lagðar eru nýjar lagnir að þeim eða hreinlega að stilla þá.
Að hafa rétt stillt ofnakerfi getur skipt miklu máli, bæði upp á nýtingu og kostnað. Á haustin þarf fólk oft að fara að huga að sínum hitakerfum þar sem þau hafa staðið óhreyfð yfir sumarið og lokar eru farnir að festast.
Við höfum séð dæmi um það að illa stillt ofnakerfi geta verið að eyða 30% umfram það sem eðlilegt getur talið. Í stórum húsum geta þessi 30% hlaupið á tugum þúsunda í auka kostnað fyrir húsfélög.
Hafðu samband og fáðu tilboð.